Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ytra mat á skólastarfi
Skólaárið 2020- 2021

Menntamálastofnun framkvæmdi ytra mat á skólastarfi í Hofsstaðaskóla í apríl og maí 2021. Í matinu felst vettvangsheimsóknir, rýnihópaviðtöl og gagnaöflun.
Í matinu var áhersla á að skoða fjóra matsþætti, þrír af þeim eru ákveðnir fyrirfram en sá fjórði notkun upplýsingatækni var ákveðinn af skólastjórnendum. Aðrir þættir voru stjórnun og faglega forysta, nám og kennsla og innra mat.
Gagnaaflanir í ytra matinu voru viðtöl, vettvangsathuganir, kannanir og heimasíða skólans var einnig rýnd. Rýnihópar voru m.a. fulltrúar foreldra úr skólaráði, fulltrúar nemenda, kennarar, deildarstjórar og kennsluráðgjafi. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri fóru í sitthvort viðtalið í úttektinni. Úttektaraðilar voru með innlit inn í 29 kennslustundir og fengu kennarar endurgjöf að því loknu.
Niðurstöður voru kynntar á starfsmannafundi í júní og strax í kjölfarið ræddu starfsmenn í litlum hópum hvað þeir leggja til sem tækifæri til umbóta og hvernig vinna má úr niðurstöðunum. Í kjölfar skýrslunnar ber skólanum að gera umbótaáætlun sem tekur yfir þrjú ár og tímasetja úrbætur. Skýrslan er birt á vef Menntamálastofnunar.

Hér má nálgast matsskýrsluna

Hér má nálgast umbótaáætlun

Niðurstaða matsins skiptist í fjóra litaþætti:

 

 

Niðurstaða Hofsstaðaskóla úr ytra mati Menntamálaráðuneytisins

 


English
Hafðu samband