Fráviksþjónusta í námsmati er veitt hjá sérkennurum eða inni í bekk hjá kennara. Hún getur falið í sér, lengri tíma, lesara, skrifara, munnlegt próf, notkun hjálpargagna s.s. upptökutækis, tölvu, vasareiknis o.fl. Hafi nemandi tekið aðlagað próf, próf samkvæmt markmiðum einstaklingsnámskrár eða ef tekið er tillit til stafsetningar, kemur það fram á hæfnikorti nemandans. Sérkennarar og/eða þroskaþjálfar koma að aðlögun námsefnis fyrir nemendur í bekkjaraðstæðum þar sem það á við, í samvinnu við umsjónarkennara. Þroskaþjálfar koma að aðlögun náms- og vinnuumhverfis fyrir nemendur í samvinnu við kennara þar sem það á við.