Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Náttúrufræði hjá 5.bekk á vordögum

06.06.2016
Náttúrufræði hjá 5.bekk á vordögum

Á vordögum fræddust nemendur 5. bekkja um náttúruna og skoðuðu lífverur í nágrenni skólans. Fyrst lásu nemendur valda kafla úr námsbókinni „Líf á landi“ og tóku þátt í spurningakeppni úr hverjum kafla sem unnin var í netforritinu Kahoot. Nemendum fannst það mjög skemmtilegt og má með sanni segja að það hafi vakið upp keppnisskapið í mörgum þeirra. Í kjölfarið fóru nemendur út á bliðviðrisdögunum í júní og söfnuðu ýmsum lífverum við lækinn, í móanum við skólann, í hrauninu og í fjörunni við Sjálandið til að skoða nánar. Nemendur skoðuðu sýnin í víðsjám í nýju náttúrufræðistofu skólans, teiknuðu það sem þau sáu og greindu með greiningarlyklum.

Á myndasíðu 5. AMH má sjá nokkrar myndir frá þessu skemmtilega náttúrufræðiverkefni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband