Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarhátíð hjá 4. bekk

19.04.2021
Upplestrarhátíð hjá 4. bekk

Nemendur í 4. bekk hafa undanfarnar vikur verið að æfa sig fyrir Litlu upplestrarhátíðina. Í síðustu viku var loksins komið að hátíðinni sjálfri og var nemendum 3. bekkjar boðið að vera viðstöddum í sal skólans þar sem hátíðin fór fram. Á hátíðinni lásu nemendur sögur, fóru með vísur og sungu. Hátíðin gekk afar vel, nemendur stóðu sig með mikilli prýði og lögðu sig fram við upplesturinn. Því miður var ekki hægt að bjóða aðstandendum til hátíðarinnar að þessu sinni en þeir munu fá að njóta upptöku af viðburðinum.
Markmiðið með Litlu upplestrarhátíðinni/keppninni er að keppa að betri árangri í lestri, þjálfa munnlega tjáningu og framkomu. Að verða betri í dag en í gær

 Sjá myndir á myndasíðu 4. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband