Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun haustið 2023

17.08.2023
Skólabyrjun haustið 2023Skólasetningardagur er 23. ágúst og verður dagskráin nánar auglýst. Frístundaheimilið Regnboginn er lokað á skólasetningardegi.
Kennsla hefst fimmtudaginn 24. ágúst skv. stundaskrá nemenda. Skólamatur býður upp á hádegisverð og opnar skráning í hann 22. ágúst á www.skolamatur.is . Skráning í frístundaheimilið er á: https://fristund.vala.is/umsokn/ 
Nemendur fá öll námsgögn í skólanum. Nemendur í 5. – 7. bekk þurfa að koma með eigið pennaveski. Við hvetjum nemendur til þess að vera með vatnsbrúsa í umsjónarstofunni. Nemendur þurfa að hafa íþróttaföt og sundfatnað og vera klæddir til útiveru á hverjum degi. Umsjónarkennarar senda upplýsingabréf til foreldra fyrir skólasetningu.
Upplýsingar um Frístundabílinn er að finna á: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/fristundabill/ 
Til baka
English
Hafðu samband