Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla fyrir 7. bekkinga

12.10.2023
  Fræðsla fyrir 7. bekkingaÍ gær fengu nemendur í 7. bekk fræðslu um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel sáu um fræðsluna undir nafninu Fokk me – fokk you. Fræðslan byggir á margra ára reynslu af starfi með ungu fólki, samtölum við unglinga, fyrirspurnum, reynslusögum og skjáskotum frá ungmennum. Rætt var um þá þætti sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar á unglingsárunum og nemendur vaktir til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags. Farið var inn á mikilvægi virðingar í samskiptum hvort sem um er að ræða samskipti á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu. Einnig var talað um að virða sín mörk og annarra, farið yfir algengar birtingarmyndir neikvæðra samskipta, áreitni og ofbeldis á stafrænu formi og bent á leiðir til bregðast við slíku. Þetta viðfangsefni er þarft að ræða við nemendur enda voru þeir áhugasamir um fræðsluna. Kennarar gripa boltann og halda umræðunni áfram innan hvers bekkjar.

Hér má sjá myndir
Til baka
English
Hafðu samband