Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennaverkfall

23.10.2023

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Ljóst er að veruleg röskun verður á öllu samfélaginu þennan dag. Garðabær styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og leitar því til forráðafólks að sýna þessari röskun skilning.

Það er ljóst að staðan í Hofsstaðaskóla á morgun, kvennafrídaginn 24. október, er þannig að ekki er hægt að halda uppi kennslu né tryggja öryggi barna í húsi vegna þess hversu fáir starfsmenn mæta og því þarf að fella niður skólastarf þennan dag.. Það er einungis einn umsjónarkennari sem tekur á móti sínum hópi þennan dag, 6. ÓP  aðrir eru annað hvort konur eða karlmenn sem eiga börn sem þarf að sinna. Frístundaheimilið er lokað, þar var boðið upp á vistun fyrir börn forgangshópa en ekkert barn er skráð. 

 

Til baka
English
Hafðu samband