Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskólaleikar 2023

06.11.2023
Hofsstaðaskólaleikar 2023

Fimmtudaginn 9 . nóvember og föstudaginn 10. nóvember verða hinir árlegu Hofsstaðaskólaleikar eða HS leikar.

Báða dagana hefst skóladagurinn kl. 8:30 og lýkur kl.13:35. Regnboginn hefst strax að loknum skóladegi fyrir þá sem þar eru skráðir.

Bæði stundatöflur og nemendahópar breytast. Lögð er áhersla á samvinnu nemenda í aldursblönduðum hópum, gleði og gaman í bland við það að leysa fjölbreytt verkefni. Hóparnir fara á 18 stöðvar í íþróttahúsinu og 18 stöðvar í skólanum sitthvorn daginn.

Nemendur þurfa ekki að hafa með sér skólatösku þessa daga, aðeins morgunnesti, vatnsbrúsa í bakpoka og hádegismat fyrir þá sem eru ekki í ásk rift
eða kaupa matarmiða. Á fimmtudeginum verður spagetti bolognese og á föstudeginum verður pizza í matinn. Þeir sem eru ekki í mataráskrift geta keypt pizzumiða á 850 kr. Miðarnir verða seldir í matsalnum frá þriðjudegi til fimmtudags.

Til baka
English
Hafðu samband