Skáld í skólum
16.11.2023
Í 5. og 6. bekk lásu Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir upp úr bókum sínum. Í bókum Gunnars má finna alls konar sögur í ævintýraheimum en bækur Bergrúnar taka á einelti, heimilisofbeldi, ástarsorg og börnum er jafnvel rænt.
Gunnar Theodór hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin (2008) og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu (2015). Bækur Bergrúnar Írisar hafa hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga, á borð við Vestnorrænu bókmenntaverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bergrún var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sína fyrstu bók.
Hér má sjá myndir