Fræðslufundur fyrir foreldra barna í 1. bekk
29.08.2024
Fræðslukvöld fyrir forráðafólk í 1. bekk Hofsstaðaskóla verður fimmtudaginn 5. september kl. 17:00-19:30 í sal skólans
Dagskrá
- Fræðsluerindi um lestrarnám barna og mikilvægi lestrarþjálfunar - Margrét Einarsdóttir skólastjórnandi.
- Kynning á áherslum í skólastarfinu hjá 1. bekk – Elín Margrét, Hildur Helga , Þuríður umsjónarkennarar og Kristín María Reynisdóttir umsjónarmaður Regnbogans.
- Fræðsluerindi um mikilvæga þætti er stuðla að jákvæðum bekkjaranda, góðum samskiptum og sterku og góðu foreldrasamstarfi - Vanda Sigurgeirsdóttir hjá KVAN.
Vinsamlegast staðfestið hver mætir frá hverju barni ekki seinna en 3. september með því að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is
Gert verður stutt hlé á dagskránni og boðið upp á hressingu.
Hlökkum til að sjá ykkur,
umsjónarkennarar og stjórnendur