21.04.2015
Neonljósabingó
Þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 18-20 mun foreldrafélag Hofsstaðaskóla standa fyrir hinu árlega Neonljósabingói. Bingóið verður í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Bingóstjóri er enginn annar en Felix Bergsson-fjölmiðlamaður með meiru. Húsið opnar kl...
Nánar20.04.2015
Sundmót grunnskólanna
Vegna óviðráðanlegra orsaka tökum við í Hofsstaðaskóla ekki þátt í sundmóti grunnskólanna sem fram fer á morgun þriðjudaginn 21. apríl.
Nánar19.04.2015
Vor í lofti og hreinsun á skólalóð
Um leið og snjóa leysti nýttu vinabekkirnir 1.GÞ og 5.ÖM tækifærið til að fara út á skólalóð og taka til hendinni. Nemendur fengu afhenta gúmmíhanska og fóru svo saman út á skólalóð Hofsstaðaskóla og tíndu heilmikið rusl sem safnast hafði saman yfir...
Nánar16.04.2015
Skíðaferð 5. -7. bekkja
Fimmtudaginn 16. apríl var farið með nemendur í 5. -7. bekkjum í langþráða skíðaferð í Bláfjöll. Skíðaferðin gekk vel og slysalaust fyrir sig en færið var frekar blautt og þoka í lofti. Andinn var engu að síður góður í brekkunum og skálanum. Ekki var...
Nánar16.04.2015
Fjallferð verður farin
Fjallaferðin verður farin í dag. Í Bláfjöllum er þokusúld en fínasta veður. Allir þurfa þó að klæða sig mjög vel. Hlökkum til þess að eiga góðan dag til fjalla með nemendum.
Nánar15.04.2015
Ærslast og buslað í sundlauginni
Það var líf og fjör í síðasta kennslutíma hjá 1. bekk í sundi. Þá var dótadagur og skemmtu börnin sér konunglega. Mikið ærslast og buslað í Mýrinni í þeim tíma.
Nánar11.04.2015
Vorboðar í heimsókn
Föstudaginn 10. apríl fengum við marga góða gesti í heimsókn. Þeirra á meðal voru fulltrúar frá Kiwanis klúbbnum sem komu færandi hendi. Líkt og fyrri ár færðu þeir 1. bekkingum í Hofsstaðaskóla reiðhjólahjálma að gjöf. Mikil eftirvænting ríkti hjá...
Nánar10.04.2015
Viðbygging komin vel á veg
Viðbygging við Hofsstaðaskóla er komin vel á veg. Um er að ræða 1100 fm byggingu á tveimur hæðum. Á neðri hæð verða list- og verkgreinastofur og skrifstofur og önnur aðstaða starfsmanna á efri hæð.
Skólinn var á sínum tíma byggður fyrir 300 nemendur...
Nánar09.04.2015
Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra um kvíða barna og unglinga 14. apríl kl. 20:00
Fræðslukvöld á vegum Grunnstoða fyrir foreldra í Garðabæ 14. apríl kl. 20.00 í Sjálandsskóla.
Kvíði barna og unglinga – hvað geta foreldrar gert?
Berglind Brynjólfsdóttir, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði og starfandi sálfræðingur á...
Nánar07.04.2015
Skóladagatal 2015-2016
Nú er komið út skóladagatal Hofsstaðaskóla fyrir næsta vetur, skólaárið 2015-2016. Skóladagatalið má nálgast hér og einnig beint af forsíðu vefsins.
Nánar27.03.2015
Gleðilega páska
Páskaleyfi hefst mánudaginn 30. mars hjá nemendum. Tómstundaheimilið Regnboginn er opið fyrir þá sem óskað hafa eftir gæslu. Skólinn hefst að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.
Nánar27.03.2015
Spurningakeppnin Lesum meira
Lesum meira er samstarfsverkefni skólasafnskennara og umsjónarkennara í 6. bekk. Frá því í janúar hafa krakkarnir í 6. bekk verið að lesa bækur af ákveðnum lista (10 bækur) og svo fóru þau í könnun úr bókunum og fjórir stigahæstu nemendur úr hverjum...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 18
- 19
- 20
- ...
- 97