Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf foreldra og skóla

Foreldrastarf er einn af hornsteinum skólastarfsins. Uppeldis- og fræðsluhlutverk skóla þarf að leysa af hendi í nánu samstarfi við foreldra. Því ber að stuðla að því að hafa foreldrastarf sem mest og jákvæðast á öllum stigum skólans. Virkt foreldrafélag og skólaráð er styrkur fyrir skólastarfið auk þess að gott samstarf milli foreldra og einstakra nemenda og umsjónarkennara er mjög mikilvægt vegna námsins og hvernig nemendum líður í skólanum.

English
Hafðu samband