Ólympíuhlaup
Ný umferðarlög
Skipulagsdagur 16. september
Sterkt foreldranet
Skólaslit vorið 2024
Hér fyrir neðan má sjá fréttir og myndbönd sem nemendur hafa unnið að.
Það var líf og fjör hjá nemendum 7. bekkja skólans þegar þeir fóru í skólabúðirnar á Reykjum í byrjun mars.
)Árlega bjóða nemendur í 6. bekk foreldrum til glæsilegrar þorramáltíðar og skemmtunar. Eftir að skemmtiatriðum lýkur dansa allir saman.
Mikill undirbúningur liggur að baki slíkra þorrablóta. Starfsfólk, kennarar og foreldrar leggjast á eitt við að láta allt ganga upp. Krakkarnir
lögðu mikið í skemmtiatriðin og var æft að kappi fram að þorrablóti. Í meðfylgjandi myndbandi sem þær Arndís og Signý í 7. ÖM klipptu má sjá örlítið frá undirbúningnum og þorrablótinu sjálfu.
Á þessum stað munu nemendur skólans spreyta sig í fréttamennsku. Fréttirnar munu birtast eftir því sem þær verða til.
Nóvember 2013
Október 2013
22. og 23. október var hefðbundið skólastarf leyst upp og haldnir Hofsstaðaskólaleikar. Markmið leikanna er að nemendur skólans vinni saman að fjölbreyttum verkefnum og að allir fái að njóta sín með einhverjum hætti. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem þær Arndís og Signý nemendur í 7. ÖM settu saman.
16. september 2013
Það var líf og fjör í íþróttahúsinu fimmtudagsmorguninn 12. september þegar íþróttakennararnir Hreinn og Hrafnhildur stóðu í ströngu við að hreyfiþroskaprófa alla nemendur í 1. bekk. Þau nutu góðrar aðstoðar 9 nemenda úr 7. bekk og umsjónarkennara barnanna. Þær Arndís og Signý litu við og settu saman þetta myndband.
31. maí 2013
Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson heimsótti skólann á sínum fjórða starfsdegi. Magnús, Signý og Natalía nemendur í 6. bekk skólans fengu að fylgja honum eftir í heimsókninni og taka við hann stutt viðtal.
6. febrúar 2013
Nemendur í 6. bekk voru á fullu að undirbúa sitt árlega þorrablót. Þau settu saman þessa stuttu frétt til að leyfa ykkur að fylgjast með.
28. janúar 2013
Nú stendur yfir undirbúningur fyrir árlegt þorrablót hjá 6. bekk. Líflegt er um alla ganga þar sem nemendur æfa leikrit, dans, semja tónlist eða taka upp myndbönd. Tæknihópurinn sem ætlar að taka að sér að stýra tæknimálum á þorrablótinu sér einnig um að fylgjast með og flytja fréttir af undirbúningi þorrablótsins. Vonandi hafið þið gaman af.
Dagatal
Október 2024
Aðalfundur foreldrafélagsins
Nemenda- og foreldrasamtöl
Skipulagsdagur - Menntadagurinn
HS leikar
Hagnýtar upplýsingarÍþrótta- félags og tómstundastarf
Íþróttahús: 517 -6600
Regnboginn: 617- 1598
Heilsueflandi skóli |
|