Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk og nemendur Hofsstaðaskóla taka þátt í samstarfsverkefnum milli skóla í Evrópu. Markmiðið með verkefnunum er að koma á sambandi milli nemenda, styrkja kennara og auka þekkingu á menningu og tungu annarra þjóða. Verkefnin eru mörg styrkt af Evrópusambandinu og hefur starfsfólk skólans m.a. fengið tækifæri til að taka þátt í veffundum, námskeiðum og heimsóknum til annarra þjóða í tengslum við Evrópusamstarfið. Samskiptaverkefnin auka viðsýni og geta breytt starfsháttum að sumu leyti í skólanum. Mörg verkefnanna eru unnin sem rafræn verkefni þar sem tölvutæknin eru notuð til samskiptanna.

Verkefnin tengjast eTwinning og Comeníusar áætlunum hjá Alþjóðaskrifstofunni.

 


 
                                                        
English
Hafðu samband