Nefndir eiga að skipa formann, en hlutverk hans er að boða fundi og halda utan um starf nefndarinnar. Einnig ber að skipa ritara sem skrifar fundargerð á fundum.
Í lok vetrar skulu nefndir taka saman stutta greinargerð um störf sín og niðurstöður. Þeim skal skilað til stjórnar foreldrafélagsins. Jafnframt skulu nefndir gera grein fyrir starfi sínu á aðalfundi foreldrafélagsins
Bekkjarfulltrúar gefa kost á sér í nefndir á fulltrúaráðsfundum en allir foreldrar geta tekið þátt í nefndum.
Meðal nefnda sem starfræktar hafa verið undanfarin ár eru: Umferðar- og samskiptanefnd, Tækjasjóður.