Til að uppfylla markmið grunnskólalaga, Aðalnámskrár, skólastefnu Garðabæjar og skólastefnu Hofsstaðaskóla þurfa kennsluhættir að vera fjölbreyttir og sífellt haft í huga að mæta þörfum hvers og eins nemenda.
Í 1.–7. bekk er bekkjarkennsla ríkjandi fyrirkomulag þar sem umsjónarkennari kennir flestar greinar. Lögð er áhersla á heildstætt nám sem felst m.a. í því að samþætta námsgreinar. Kennsluhættir eru fjölbreyttir þar sem markvisst er reynt að hafa starfið skapandi og það getur ýmist tengst almennu bóknámi eða verið sjálfstæð listsköpun. Hvatt er til aukins sjálfstæðis og ákvarðanatöku með sérstökum valtímum og úrvali viðbótarverkefna til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Mikil samvinna er milli kennara í árgöngum og á hvoru stigi fyrir sig. Kennarar skipleggja kennsluna, heimavinnu og námsmat saman og allar ákvarðanir um þemaverkefni og aðra tilbreytingu frá hefðbundinni kennslu. Hlutverk umjónarkennara er að sinna foreldrasamstarfi, hlúa að bekkjaranda og samskiptum innan síns bekkjar.
Þegar námsmat er undirbúið er skilgreint með skýrum hætti hvað á að meta. Valin er hentug matsaðferð en notaðar eru fjölbreyttar matsaðferðir. Samfella þarf að vera í námsmati milli árganga og anna.