Einu sinni á ári eru s.k. HS leikar eða Hofsstaðaskólaleikar þar sem nemendur vinna saman í litlum hópum þvert á árganga. Hóparnir fara á milli stöðva og leysa ýmsar þrautir og verkefni. Leikarnir standa í tvo daga og eru nemendur annan daginn inni í skólanum og hinn daginn í íþróttahúsinu. Grunnurinn að skipulagi leikanna er fjölgreindarkenning Howards Gardner sem í stuttu máli gengur út á að allir hafa mismunandi styrkleika og allir geta eitthvað en enginn getur allt.
Markmið með HS leikum/þemadögum er m.a. að:•Efla með nemendum félags- og skólaanda
•nemendur kynnist nemendum úr öðrum bekkjum
•þjálfa samvinnu nemenda
•vinna með huga og hönd