Jólaskemmtanir
Síðasta skóladag fyrir jólafrí nemenda eru jólaskemmtanir þar sem árgöngum er blandað saman . Nemendur dansa í kringum jólatréð og boðið er upp á skemmtiatriði sem eru í umsjón 7. bekkinga. Eldri og yngri bekkir eru paraðir saman og leiðast þeir innbyrðis þegar dansað er kringum jólatréð.
Jólaskemmtun 7. bekkinga er diskótek síðdegis næst síðasta skóladaginn fyrir jólafrí.
Bekkjarskemmtanir
Bekkjarskemmtanir eru a.m.k. tvisvar á vetri og eru þær haldnar í samráði við bekkjarfulltrúa. Nemendur bjóða foreldrum á skemmtanirnar.
Þorrablót 6. bekkinga
Þorrablótið er haldið á þorranum en þá bjóða nemendur foreldrum sínum til veislu þar sem nemendur og kennarar sjá um allan undirbúning og framkvæmd. Boðið er upp á skemmtiatriði, þorramat og dans á eftir.
Árshátíð 7. bekkja
Árshátíð 7. bekkinga er haldin að vori.