FRÍSTUNDAHEIMILI
Garðabær starfrækir frístundaheimili við Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandskóla Álftanesskóla og Urriðaholtsskóla.
Í frístundaheimilum skólanna gefst nemendum skólanna kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi
Gjald fyrir dægradvöl í frístundaheimili skal miðast við eftirfarandi sjö flokka.
1- 10 klst./mán. kr. 3.750
11-20 klst./mán. kr. 7.500
21-30 klst./mán. kr. 11.250
31-40 klst./mán. kr. 15.000
41-50 klst./mán. kr. 18.750
51-60 klst./mán. kr. 22.500
61-70 klst./mán. kr. 26.250
71-80 klst./mán. kr. 30.000
Foreldrar sem eiga börn sem eru í dvöl á leikskóla, á frístundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Systkinaafsláttur er 50% af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir barn umfram tvö.
Einstæðir foreldra og námsmenn ef báðir foreldrar eru í fullu námi, fá 40% afslátt af gjaldi.
Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:
Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.
Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.
Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.
Allt nám sem er lánshæft er hjá LÍN telst gilt nám
Gjaldskrá þessi skal gilda frá 1. janúar 2021.
Samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar
3. desember 2020
Guðjón Erling Friðriksson,bæjarritari.
Úr gjaldskrá vegna skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar.
4. gr.
Í grunnskólum bæjarins greiða nemendur sem dvelja á frístundaheimilum grunnskólanna kr. 160 fyrir síðdegishressingu.