Regnboginn er frístundaheimili sem starfar sjálfstætt að loknu skólastarfi. Í Regnboganum er leitast við að halda uppi starfsemi sem tekur mið af áhuga barnanna sem þar dvelja auk þess að ögra þeim með nýjum og spennandi verkefnum og tilboðum.
Í Regnboganum er lögð áhersla á sjálfstæði, valfrelsi og ábyrgð. Markmiðið í starfi okkar er að börnin fái að hafa áhrif á umhverfi sitt og stundi eðlileg samskipti við jafnaldra sína og fullorðna í öruggu umhverfi.