Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áfallaáætlun Hofsstaðaskóla
Við Hofsstaðaskóla er starfandi áfallaráð. Þar sitja eftirtaldi aðilar:skólastjóri, deildarstjóri yngri deildar, námsráðgjafi, skólaritari, deildarstjóri sérkennslu og hjúkrunarfræðingur. Sóknarprestar, skólasálfræðingur, félagsmálastjóri, bráðadeild og lögregla koma að málum sé þess óskað. Skólastjóri kallar áfallaráð saman og því skal óskum um afskipti áfallaráðs beint til stjórnenda. Áfallaráð er bundið trúnaði. 

Hlutverk áfallaráðs felst m.a. í forvörnum og forvinnu. Áfallaráð sé um að móta vinnureglur um hvernig bregðast eigi við áföllum sem skólasamfélagið ræður ekki við að leysa með hefðbundnum hætti. Vinnureglurnar eru endurskoðaðar á fyrsta vinnufundi ráðsins ár hvert. Áfallaráð kynnir áfallaáætlunina reglulega fyrir starfsmönnum skólans. Áfallaráð safnar bókum, greinum og öðrum gögnum um áföll og sorgarvinnu barna og er starfsmönnum skólans til leiðbeiningar um notkun þeirra.
Ef áföll verða kemur áfallaráð saman og vinnur með skólastjóra að því að skipuleggja viðbrögð skólans. Áfallaráð er kennurum og öðrum starfsmönnum skólans til ráðgjafar um viðbrögð við áföllum og kemur beint að málum þegar þess er óskað.

Allar nánari upplýsingar um viðbrögð skólans við áföllum er að finna í áfalláætlun sem birt er í heild á vefsíðu skólans.
http://www.hofsstadaskoli.is/studningur/afallaaaetlun/

English
Hafðu samband