Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaárið 2013-2015 tekur Hofsstaðaskóli þátt í Comniusar-verkefninu Little bird-little tale. Verkefnið er samevrópskt skólasamstarfsverkefni. Fuglar, frásagnir, listir og náttúra eru meginþættir verkefnisins. Alls taka 12 skólar frá 11 þjóðlöndum víðsvegar í Evrópu þátt í verkefninu: Ísland, Spánn, Litháen, Lettland, Pólland, Búlgaría, Grikkland, Tyrkland, Bretland, Ítalía og Rúmenía.

Þátttakendur í Little bird-little tale verkefninu muna á þeim tveimur árum sem verkefnið stendur yfir taka þátt í ýmsum skapandi verkefnum og sameiginlegri sögugerð. Þeir munu fræðast um náttúruna, fugla og fjölbreytileikann í Evrópu. Upplýsingatæknin mun skipa stóran sess þar sem notaður verður ýmis konar hugbúnaður og samskiptatól.

Verkefnin sem unnin verða stuðla að því að vekja áhuga nemenda á nærumhverfi sínu. Þeir muna m.a. fylgjast með fuglum í nágrenninu og bera saman við fugla samstarfsþjóðanna, fara í vettvangsferðir, heyra og læra sönglög, sögur og kvæði þátttökuþjóðanna og deila reynslu sinni og upplifun. Hver bekkur sem tekur þátt verður með í stofunni sinni sérstakt "fuglabókasafn" og í hverjum mánuði veljum við bók mánaðarins og skrifum um hana á vefsíðu verkefnsins á eTwinning.

Stjórnandi verkefnisins er: Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni 
Þátttakendur í verkefninu eru:

Anna Magnea Harðardóttir og nemendur í 6. AMH
Arndís Harpa Einarsdóttir Námsráðgjafi
Ágústa Steinarsdóttir og nemendur í 4. ÁS
Björk Ólafsdóttir og nemendur í 7. BÓ
Ester Jónsdóttir kennari í Textílmennt
Guðrún Helga Sigurðardóttir og nemendur í 6. GHS
Gunnhildur Þórðardóttir og nemendur í 4. GÞ
Halldóra Björk Sigurðardóttir og nemendur í 6. HBS
Hrönn Kjærnested og nemendur í 4. HK
Sædís Arndal kennari í nýsköpun og smíði
Unnur Þorgeirsdóttir kennari í tónmennt
Ölrún Marðardóttir og nemendur í 7. ÖM

 

English
Hafðu samband