Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendastýrð foreldrasamtöl

Nemendur og forráðafólk og er boðað í samtal í skólann tvisvar á skólaárinu, í október og febrúar. Bæði samtölin eru nemendastýrð en umsjónarkennari aðstoðar nemendur í samtalinu eftir þörfum og aldri nemenda. Í samtölunum er farið yfir námið, skoðað það sem vel er gert og gerð áætlun um það sem betur má fara. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals.

Fyrir utan þessi samtöl stendur forráðafólki til boða að óska eftir samtali við umsjónarkennara eins oft og þurfa þykir. Einnig eiga umsjónarkennarar og forráfólk í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst eða síma. Kennarar svara ekki síma eða tölvupósti í kennslustundum. Skrifstofustjóri tekur skilaboð og kennarar nýta undirbúningstíma eftir skóla til þess að svara tölvupósti og hafa samband við forráðafólk. Sérkennarar og sérfræðingar kalla forráðafólk til fundar þegar tilefni er til s.s. til kynningar á einstaklingsnámskrá, vegna lestrarátaks,  greininga eða annars. 

English
Hafðu samband