Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samfélagsmiðlar

 
Innan skólans gilda samræmdar siðareglur um samskipti við foreldra og nemendur á samfélagsmiðlum. Almenna reglan er sú að starfsmenn skólans og foreldrar og/eða nemendur gerast ekki vinir á Facebook. Kennarar eða aðrir starfsmenn skólans stofna ekki sérstakan Facebook-hóp fyrir foreldra barna í sinni umsjá, heldur senda tölvupóst með upplýsingum eða hafa samband símleiðis. Ekki er ætlast til að kennarar tengist Facebook-síðum árganga eða setji inn efni á slíkar síður. Foreldrar/bekkjarfulltrúar sem stofna Facebook síður hópa þurfa að gæta þess að skilgreina frá upphafi tilgang hópsins eða síðunnar og taka fram hvað á heima þar og hvað ekki. Undir engum kringumstæðum má fjalla um málefni einstaklinga, hvorki nemenda, foreldra né starfsmanna skólans. Stjórnendur og skólaráð Hofsstaðaskóla biðja þá foreldra sem stjórna aðgengi á Facebook síðum nemendahópa að setja neðangreindan texta inn á þær. Með þessum skilaboðum er reynt að stuðla að vandaðri umræðu þar sem nærgætni í garð nemenda, foreldra og starfsmanna skólans er í hávegum höfð:
„Tilgangurinn með þessari síðu er m.a. að efla samstarf milli foreldra varðandi börn sín og birta upplýsingar frá bekkjarfulltrúum og foreldrafélaginu um félagsstarf nemenda. Hér á aldrei að fjalla um mál einstakra nemenda, nemendahópa, foreldra né starfsmanna skólans. Ef foreldrar telja að eitthvað sé ábótavant varðandi skólastarfið eru þeir beðnir um að hafa beint samband við kennara eða stjórnendur skólans“.

English
Hafðu samband