Reglur um símanotkun og snjalltæki nemenda í Hofsstaðaskóla
Notkun farsíma nemenda er bönnuð á skólatíma.
Ef nemendur eru með síma í skólanum eiga þeir að vera í skólatösku nemandans og stilltir á hljóðlaust.
Nemendur mega ekki nota síma í skólanum áður en kennsla hefst né í frímínútum.
Mynd- og hljóðupptaka er með öllu óheimil í skólanum og vísað í reglur um persónuvernd.
Nemendur mega nota síma í anddyri á leið úr skóla að loknum skóladegi ef nauðsyn krefur.
Kennara er heimilt að gera undantekningu í ákveðnum tilvikum og leyfa notkun síma í námslegum tilgangi.
Símar og önnur snjalltæki í eigu nemenda eru ekki á ábyrgð skólans.
Tölvur og spjaldtölvur sem nemendur hafa afnot af og eru eign skólans skal einungis nota í námslegum tilgangi. Foreldrar undirrita samning um afnot af tölvubúnaði þegar barnið byrjar í skólanum. Í samningnum eru reglur um ábyrgð á tækjunum.
Ef misbrestur verður á því að nemandi fylgi ofangreindum reglum þá eru viðbrögð og viðurlög eftirfarandi
Kennari/starfsmaður segir nemanda að ganga frá símtæki/snjalltæki í tösku.
Ef nemandi fer ekki eftir fyrirmælunum eða atvikið endurtekur sig er nemandi beðinn um að afhenda kennara/starfsmanni símann og fær hann síðan aftur í lok skóladags.
Ef nemandi neitar að afhenda símann eða sams konar atvik endurtekur sig er haft samband við forráðafólk nemandans og þau sækja símann á skrifstofu skólans í lok skóladags. Ef nemandi fer ítrekað ekki eftir fyrirmælum og virðir ekki reglur skólans er forráðafólk kallað á fund skólastjórnenda. Farið er yfir ábyrgð og skyldur forráðafólks og nemenda og nemandi fylgi reglum skólans.