Almenn bílaumferð inn á skólalóðina er bönnuð. Mikilvægt er að allir fari eftir umferðarreglum (virði merkingar) því slysin gera ekki boð á undan sér.
Skólalóðin eða leiksvæðið er leiksvæði barnanna og tekur við strax af hringtorginu. Ekki er heimilt að aka inn á skólalóðina nema bílar sem koma með aðföng fyrir skólann.
Ef og þegar börn eru keyrð í skólann á að keyra nánast út úr hringtorginu til að hleypa börnunum út úr bílnum þannig komast fleiri að. Hafið skólatöskur við hendina en ekki í skottinu, það flýtir fyrir.
Foreldrar eru hvattir til að kynna sér umfjöllun um umferðaröryggi skólabarna á vef Umferðarstofu