Verkefni tengd umhverfismálum
Umhverfisstarfið í skólanum samþættist inní skólastarfið á marga vegu. Á yngra stigi er mikið unnið eftir sögurömmum og í þematengdum verkefnum þar sem umhverfismennt skipar oft stórt hlutverk.
Á eldra stiginu fléttast umhverfismenntin á ýmsa vegu inn í námið. Í 6. og 7. bekk eru stór verkefni sem tengjast Vífilsstaðavatni þar sem fugla-, plöntu- og dýralíf er skoðað. Verkefnið Göngum í skólann hefur verið fastur liður á haustin, bekkir skólans hreinsa skólalóðina reglulega og allir nemendur taka þátt í að hreinsa Arnarneslækinn á vorin. Nemendur í 4. bekk gróðursetja Yrkjuplöntur í samstarfi við garðyrkjudeild bæjarins og Skógræktarfélag Garðabæjar. Nemendur í 6. bekk taka árlega þátt í lampasamkeppni þar sem gamall og verðlaus efniviður er nýttur.
Hér á undirsíðum undir umhverfismál má sjá nánari umfjöllun um einstaka verkefni sem unnin hafa verið á undanförnum árum.