Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann dagurinn

04.10.2017
Göngum í skólann dagurinn

Nú ganga allir í skólann. Átakið "Göngum í skólann" hófst formlega 6. september. Allir skólar landsins fá sendar upplýsingar og veggspjöld og hvatningu um að skrá sig í átakið.Við skráningu tilgreinir skólinn hvað hann hyggst gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum. Það getur verið allt frá því að halda sérstaklega upp á Göngum í skólann daginn 4. október 2017 til þess að leggja áherslu á þetta þema í heila viku eða jafnvel allan mánuðinn.

Ákveðið hefur verið í Hofsstaðaskóla að hvetja nemendur sérstaklega til að koma gangandi eða hjólandi í skólann dagana 28. september -4. október. Miðvikudaginn 4. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er fyrirhugað að byrja daginn á "skópartý"sem felst í því að raða skóm útfrá skólanum. Allir nemendur eru hvattir til að leggja verkefninu lið með því að:

  • Ganga eða hjóla í skólann
  • Koma með gamla skó í skópartýið (Skórnir verða svo gefnir í hjálparstarf)

Lesa má meira um verkefnið á http://www.gongumiskolann.is 

 

Til baka
English
Hafðu samband