Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 skal hver grunnskóli innleiða aðferðir til að meta skólastarfið m.a. kennslu og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Skólinn ákveður sjálfur aðferðir við matið. Skólastjóri sem er faglegur forystumaður skólans skv. lögum ber ábyrgð á að virkja starfsmenn, nemendur og foreldra eftir því sem við á.

Sjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum á skólastarfi. Það er einnig leið til að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Í sjálfsmati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreining á leiðum til að ná þeim, greining á sterkum og veikum hliðum skólastarfsins og áætlun um úrbætur. Megintilgangur þess er að auðvelda starfsfólki skóla vinnu við að framfylgja markmiðum skólans og meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum.

Sjálfsmat skólans er unnið af stýrihópi undir stjórn skólastjóra. Árlega er skrifuð sjálfsmatsskýrsla sem byggir á ýmsum þáttum matsins. Sjálfsmatsskýrsla er tekin saman og birt á hverju ári, en þar eru aðalnámskrá, skólanámskrá og aðstæður skólans á hverjum tíma undirstaða matsins.

Í sjálfsmatsskýrslunni er m.a. fjallað um þær kannanir sem lagðar hafa verið fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra, samræmd próf og önnur skimunarpróf.

Tilgangur og markmið með mati á skólastarfi

  • Leita leiða til að bæta námsárangur nemenda
  • Stuðla að betri líðan nemenda
  • Bæta skólabrag
  • Auka samstarf og skilning þeirra sem koma að skólastarfinu
  • Bæta starfsaðstæður
  • Skapa vettvang fyrir umræður og skoðanaskipti
  • Tryggja upplýsingamiðlun um starfsemi skólans bæði inn á við og út á við

Stefna um einelti og kynferðislega áreitni

Jafnréttisáætlun

 

English
Hafðu samband