Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tómstundaheimili 

Tómstundaheimili eru starfrækt við alla grunnskóla Garðabæjar. Börnum á aldrinum 6-9 ára boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur.
Leitast er við að bjóða börnunum upp á hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi sem gerir þeim kleift að rækta hæfileika sína í tómstundastarfi. Á tómstundarheimilunum er boðið upp á margvísleg verkefni sem miða að því að veita börnunum útrás fyrir leik og sköpunarþörf.
Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Tómstundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.
Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju tómstundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast börnunum.

 

Tómstundaheimilið Regnboginn í Hofsstaðaskóla

Umsjónarmaður Vala Ósk Ásbjörnsdóttir
Netfang: valgerdurosk@hofsstadaskoli.is

English
Hafðu samband