Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli tekur þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni úr menntahluta Erasmus+ árið 2017. Sérstakur verkefnaflokkur er fyrir skólaverkefni þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. 

Verkefni skólans ber heitið: Tomorrow‘s school for all starts today eða L'école de demain pour tous commence aujourd'hui . Verkefnið snýr að því hvernig nýta má upplýsingatækni á fjölbreyttan hátt til að bæta nám og kennslu. Verkefnastjórar fyrir Hofsstaðaskóla eru Anna Magnea Harðardóttir og Elísabet Benónýsdóttir.

Verkefnið stendur yfir í 32 mánuði og þátttökulöndin eru: Belgía (sem stýrir verkefninu), Ísland, Ítalía, Bretland, Búlgaría, Frakkland, Svíþjóð og Tyrkland.

Hér má lesa nánar um Erasmus+

 

English
Hafðu samband