Mentor.is
Mentor.is er vefkerfi sem gerir forráðamönnum kleift að nálgast upplýsingar frá skóla eða leikskóla barna sinna. Forráðamenn geta skráð sig inn á vefinn með lykilorði sem þeir fá frá skólanum. Með lykilorðinu fá þeir aðgang að sérstakri heimasíðu fjölskyldunnar. Upplýsingar um öll börn viðkomandi heimilis birtast á síðunni, hvort sem þau eru í leikskóla eða grunnskóla.
Á mentor.is geta forráðamenn séð stundaskrár barna sinna, yfirlit yfir skólasókn, námsáætlanir, heimavinnu, tilkynningar frá skólanum sem og einstökum kennurum, skóladagatal og annað það sem skólinn ákveður hverju sinni. Á vefnum má einnig nálgast símanúmer bekkjarfélaga og fleira.
Forráðamenn eru hvattir til að nýta sér möguleika mentor.is því þar gefst þeim kostur á að fylgjast með ástundun og starfi barna sinna frá degi til dags.
Nú geta foreldrar / forráðamenn einnig skráð veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is
Hér má nálgast notendahandbók fyrir Mentor ætluð aðstandendum