Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Markmið foreldrafélagins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Einnig það að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalanda.

Rannsóknir hafa sýnt að ef foreldrar eru virkir í samstarfi þá líður börnunum betur í skólanum og námsárangur eykst.

Einn mikilvægasti liður í starfsemi félagsins er að stuðla að öflugu bekkjarstarfi. Foreldrafélagið hefur milligöngu um að kosnir séu tveir bekkjarfulltrúar í hverjum bekk sem síðan hafa það hlutverk að skipuleggja og halda utan um félagsstarf bekkjarins í samvinnu við kennara. Markmið bekkjarstarfsins er meðal annars að byggja upp góðan félagsanda innan bekkjarins og stuðla að því að nemendur, foreldrar og kennari kynnist betur.
Góður bekkjarandi stuðlar að aukinni vellíðan nemenda í skólanum og minnkar líkur á að einelti komi upp. Samstaða meðal foreldra getur meðal annars auðveldað lausn á vandamálum sem upp geta komið og gefur einnig möguleika á að setja sameiginlegar reglur um útivist og annað sem getur stutt foreldra í uppeldi barna sinna.

Hér má nálgast fréttabréf foreldrafélagsins:

Desember 2023

English
Hafðu samband