Vettvangsferð nemenda
Samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár og útfærslu þeirra í Skólanámskrá Hofsstaðaskóla er lögð áhersla á að hafa skólastarfið eins fjölbreytt og hægt er og að allir eigi kost á námi við hæfi. Starfið er reglulega brotið upp og tækifæri nýtt til ferða og útivistar þegar veður og aðstæður leyfa.
Útivistardagar og vettvangsferðir eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu og liggur mikill undirbúningur að baki þeim. Huga þarf vel að tengingu við markmið námskráa og tryggja að öllum nemendum líði vel og þeir fái að njóta sín.
Styttri ferðir á skólatíma eru yfirleitt ekki tilkynntar nemendum né foreldrum með fyrirvara. Þetta fyrirkomulag er nauðsynlegt til þess að hægt sé að nýta gott veður, þegar það gefst. Tilkynning er send heim vegna lengri ferða (sjá einnig á atburðadagatali á vef skólans).