Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélagsins

02.11.2022

Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla og kröftugur fyrirlestur Bjarna Fritzsonar efldu barnið þitt miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.

Staðsetning: Hofsstaðaskóli
Dagskrá:
Kl. 20:00 - 20:15 Örstutt og skemmtileg aðalfundarstörf
Kl. 20:15 - 20:20 Dagskrá vetrarins
Kl. 20:20 - 21:20 Fræðsluerindi Bjarna Fritzonar hvað geta foreldrar gert til að efla og styrkja barnið sitt.
Bjarni Fritzson er með B.sc. gráðu í sálfræði. Hann er stofnandi fyrirtækisins Út fyrir kassann sem sérhæfir sig í sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir stelpur og stráka. Bjarni er rithöfundur, fyrirlesari og handboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með bókunum sínum um Orra óstöðvandi og Möggu Messi.
Í fyrirlestrinum fjallar Bjarni á skemmtilegan hátt hvað foreldrar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á börnin sín, hvernig eflum við börnin okkar með því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur, hvernig styrkjum við sjálfsmynd barnanna okkar og vinnum markvisst að því að gera hana jákvæða o.s.frv.

Við hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband