Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upphaf skólagöngu eru mikil tímamót bæði fyrir foreldra og barn. Vonandi hefst langt og farsælt samstarf heimilis og skóla um menntun og velferð barnsins. Skólinn vinnur samkvæmt áætluninni Brúum bilið sem er samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um móttöku barna í 1. bekk og undirbúning hennar. Hér á vefsíðunni undir; Kynning á Hofsstaðaskóla er að finna glærukynningu ásamt yfirliti yfir samstarf Hofsstaðaskóla og leikskólanna í nærumhverfinu. 

Hér er á eftir eru nokkrir punktar fyrir þig að hafa í huga:

 • Þú berð höfuðábyrgð á menntun barnsins samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla
 • Mikilvægt er að mæta á námskeið og fundi fyrir foreldra 1. bekkinga
 • Röltu með barninu um skólalóðina og helst um skólann, utan annatíma
 • Finndu bestu leiðina í skólann og farðu hana nokkrum sinnum með barninu og leiðbeindu því
 • Veldu skólatösku við hæfi, hafðu barnið með því það þarf að máta skólatöskuna líkt og föt
 • Aðgættu að barnið sé ekki að bera of þunga tösku og að þyngstu bækurnar séu sem næst bakinu
 • Sendu barnið alltaf með nægt og hollt nesti í skólann
 • Veittu barninu ríkulega hlýju, stuðning og áhuga
 • Gættu þess að hafa nægan tíma fyrir barnið daglega meðan það er að aðlagast skólanum
 • Mundu rétt þinn til 13 vikna launalauss foreldraorlofs, ef til vill er þetta rétti tíminn til að nýta sér það?
 • Vertu í sambandi við kennarann, best er að þið styðjið hvert annað því sameiginlegt markmið ykkar er: Velferð barnsins!
 • Mikilvægt er að styðja við lestrarnám barnsins og að láta það lesa á hverjum degi.

Hér á vef skólans má nálgast ýmsar upplýsingar um skólann s.s. skólareglur, upplýsingar um Frístundaheimilið, matarmál og ýmsa stoðþjónustu. Við hvetjum ykkur eindregið að kynna ykkur þessar upplýsingar og skóladagatal komandi skólaárs. Öll umsóknareyðublöð vegna innritunar í Hofsstaðaskóla og vegna frístundaheimilisins Regnbogans er að finna á vef Garðabæjar undir Þjónstugátt Garðabæjar

Þegar barnið byrjar í skólanum fá foreldrar aðgang að Fjölskylduvef Mentor. Þar verður hægt að nálgast ýmsar upplýsingar s.s. fréttir úr skólastarfinu, bekkjarlista, heimavinnuáætlun, ástundun og fleira. Tölvupóstur er einnig sendur reglulega frá skólanum bæði af umsjónarkennara og/ eða öðrum starfsmönnum varðandi skólastarfið.

Þið eruð ávallt velkomin/n í skólann
Hlökkum til að sjá ykkur  :-)
 
 

English
Hafðu samband