Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veikindi
Foreldrar / forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna forföll með færslu í mentor strax í upphafi skóladags.  Skrifstofustjóri staðfestir skráningu og fá foreldrar tölvupóst um það. Ef veikindi vara lengur er einn dag skal tilkynna þau á hverjum degi.

Innivera í frímínútum
Ætlast er til þess að allir nemendur fari út í frímínútur tvisvar á dag. Undantekning er gerð ef nemandinn hefur verið veikur og getur hann þá fengið að vera inni í einn dag. Foreldrar senda þá nemandann með miða til umsjónarkennarans eða senda honum tölvupóst.

Leyfisbeiðnir
Foreldrar sækja um leyfi fyrir börn sín í Mentor. Hægt er að skrá staka kennslustund eða heila daga. Skrifstofustjóri samþykkir leyfisbeiðni og foreldrar frá staðfestingu á samþykki. Athygli er vakin á því að foreldrar bera ábyrgð á því að nemendur dragist ekki aftur úr í námi vegna leyfa. 

 

 

 

 

English
Hafðu samband