Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comenius miðar að því að koma á gæðastarfi í skólum og tryggja Evrópuvitund í menntun.

Styrkt eru fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að auka möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum.

Comenius er hluti nýrrar menntaáætlunar Evrópusambandsins og tekur til leik-, grunn- og framhaldsskóla. eTwinning var sett á laggirnar í janúar 2005 en nú heyrir það undir Comenius. COMENIUSAR-þáttur Menntaáætlunar ESB er nefndur eftir tékkneska guðfræðingnum, heimspekingnum og uppeldisfrömuðinum Johann Amos Comenius (1592-1670). Hann var sannfærður um að með menntun gæti maðurinn nýtt hæfileika sína til fulls.
Mörg þeirra verkefna sem unnin eru undir merkjum Comeniusar líkjast því starfi sem verið er að gera undir merkjum eTwinning.

•Þrír starfsmenn hafa fengið styrk úr sjóði Comeníusar til að sækja námskeið erlendis. Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni og Lilja Karlsdóttir umsjónarkennari fengu styrk til að fara á vikunámskeið til Möltu og kynna sér hvernig hægt er að nýta tölvu- og upplýsingatækni í starfi og kennslu og Margrét Harðardóttir skólastjóri fékk styrk til að sækja námskeið í Lissabon.

Hofsstaðaskóli hefur fengið styrki til að taka þátt í eftirfarandi verkefnum á vegum Comeniusar áætlunar Evrópusambandsins:

Verkefnið Little bird-little tale er tveggja ára verkefni sem unnið verður veturna 2013-2015. Stjórnandi verkefnisins er Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í tölvu og upplýsingatækni.

Verkefnið Regnbogatré - Rainbow tree er tveggja ára verkefni  sem unnið var veturna 2011-2013. Stýrihóp verkefnisins skipuðu: Anna Magnea Harðardóttir, Elísabet Benónýsdóttir og Ragnheiður Stephensen.

Vefsíða Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins

English
Hafðu samband