Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskemmtanir
Síðasta skóladag fyrir jól eru tvær jólaskemmtanir. Önnur er fyrir 1. - 3. bekk
og hin fyrir 5. - 6. bekk. Jólaskemmtun 7. bekkinga er diskótek síðdegis næst síðast skóladaginn.
7. bekkingar sjá um skemmtiatriði hjá yngri og eldri nemendum. Nemendur í 4. bekk sjá auk þess um að flytja jólaguðspjallið á skemmtun hjá yngri.

Bekkjarskemmtanir
Bekkjarskemmtanir eru a.m.k. tvisvar á vetri og eru þær haldnar í samráði við bekkjarfulltrúa. Nemendur bjóða foreldrum á skemmtanirnar.

Árshátíð 6. bekkinga, þorrablót
Þorrablótið er haldið á þorranum en þá bjóða nemendur foreldrum sínum til veislu þar sem nemendur og kennarar sjá um allan undirbúning og framkvæmd. Boðið er upp á skemmtiatriði, þorramat og dans á eftir.

Árshátíð 7. bekkja
Árshátíð 7. bekkinga er haldin að vori og er í leiðinni hæfileikakeppni en þá bjóða nemendur foreldrum sínum til hátíðar með glæsilegum skemmtiatriðum og mat. Að borðhaldi loknu er foreldrum boðið upp á kaffi og nemendur stíga dans. 

Nánari upplýsingar er að finna í Skólanámskrá Hofsstaðaskóla

English
Hafðu samband