Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsemi frístundaheimilisins Regnbogans byggir á eftirfarandi markmiðum:

 • Að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi.
 • Að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í tómstundastarfi.
 • Að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni hvert öðru kurteisi og tillitssemi í hvívetna.
 • Að börnin læri að ganga vel um þá hluti sem þau hafa aðgang að.

 

Starfsáætlun

Innra starf

Samskipti við börn

 • Ýta undir að starfsfólk eyði tíma sínum sem mest í jákvæð samskipti við börnin. 
 • Að börnin upplifi starfsemi í félagsskap starfsfólksins á jákvæðan hátt og sæki til þeirra bæði félagsskap og aðstoð. 
 • Tryggja að börnin finni að rödd þeirra heyrist. 

Samskipti við foreldra

 • Halda samskiptaleiðum opnum til Regnbogans. √
 • Reyna að tryggja að foreldrar upplifi það sem svo að rödd þeirra heyrist. 

Klúbbastarf

 • Að halda úti að jafnaði þremur ólíkum klúbbum á vikugrundvelli. √
 • Að halda úti sér klúbbi fyrir þriðja og fjórða bekk til að viðhalda áhuga þeirra á dvöl í Regnboganum. 
 • Hvetja til tilraunamennsku í klúbbastarfi. Hvetja starfsfólkið til að prófa eitthvað nýtt. 

Tómstundatilboð

 • Bjóða reglulega upp á ný tilboð í samvinnu við aðila utan Regnbogans. 
 • Þessi tilboð skulu ekki einskorðast við börnin í Regnboganum, heldur öll börn í 1. - 4. bekk. √

Þróun aðstöðu og starfskosta

 • Áframhaldandi vinna við að bæta aðstöðu og skipulag innanhúss. 
 • Setja upp nýja valkosti innanhúss fyrir klúbbastarf eða val. 

Starfsþróun starfsmanna

 • Bjóða upp á námskeið tengt starfseminni fyrir starfsmenn Regnbogans. √
 • Ganga úr skugga um að meginþorri starfsmanna hafi grunnþekkingu á skyndihjálp. Skyndihjálparskírteini æskilegt. √

Íþróttir og annað tómstundastarf

Samskipti við ytri öfl

 • Koma á samráðsvettvangi við Stjörnuna og aðra veitendur frítímaþjónustu. 
 • Koma á skipulögðum samskiptum milli hluteigandi aðila.

Samstarf milli tómstundaheimila

 • Koma á samráðsvettvangi frístundaheimila í Garðabæ 
 • Auka samstarf, hvort sem er með sameiginlegri dagskrá eða með því að veita aðstoð með ýmis mál. 

Öryggismál

Gera verkferla aðgengilega

 • Setja verkferla vegna ýmissa aðstæðna sýnilega, bæði á heimasíðunni og á veggjum Regnbogans.
 • Setja upp sértækari verkferla fyrir Regnbogann. 

Slys

 • Rifja upp verkferla reglulega, sérstaklega með tilliti til slysa. 
 • Koma upp einföldu og skiljanlegu fyrirkomulagi varðandi minniháttar óhappa. Forráðamenn skulu alltaf látnir vita og fá að taka ákvörðun um framvindu. 

Samskipti

 • Gera okkar besta í að staðfesta móttöku skilaboða. 
 • Hafa samband við forráðamann undir eins ef vafi leikur á hverju því er snertir barn í Regnboganum. (dagskipulag, öryggi, o.s.frv.) √

Námskeið

 • Bjóða starfsmönnum upp á námskeið í skyndihjálp og öryggismálum á tómstundaheimilum. 
 • Gera þessi námskeið að skyldunámskeiðum fyrir næstkomandi vetur.
English
Hafðu samband