Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur fara út í öllum frímínútum. Nauðsynlegt er að börnin séu ávallt klædd með tilliti til veðurs svo þau geti notið útiverunnar. Ef nemandi má ekki vera úti en hefur heilsu til að mæta í skólann verður hann að koma með miða frá forráðamanni. Sama gildir ef nemandi má ekki taka þátt í leikfimi eða sundi.

Frímínútnagæsla
Gæsla er í frímínútum sem bæði kennarar og skólaliðar sjá um. Aðstoðarskólastjóri skipuleggur gæsluna og hefur með henni eftirlit. Stundatöflur eru þannig að yngri nemendur eru í frímínútum á öðrum tíma en eldri nemendur. Þannig er mun meira svigrúm á skólalóð, færri árekstrar og börnin njóta sín betur í leik.

Hjól og önnur farartæki

Hjól, hlaupahjól, hjólabretti, hjólaskó og línuskauta má ekki nota á skólalóðinni. Skólinn tekur ekki ábyrgð á farskjótum.
Ekki er leyfilegt að koma með snjóþotur eða sleða. Leyfilegt er að koma með rassaþotur.

 

 

English
Hafðu samband