Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Að mati Heilbrigðiseftirlitsins þurfa grunnskólar að setja sér sérstakar reglur um notkun nemenda á hitunartækjum, t.d. örbylgjuöfnum og mínútugrillum til þess að minnka líkur á slysum og bakteríumengun. Í ljósi þessa upplýsinga gilda eftirfarandi reglur í Hofsstaðaskóla frá byrjun skólaárs 2010:

  • Nemendum 1.-4. bekkjar er bannað að meðhöndla heitt vatn í mötuneyti skólans (þar með talið úr örbylgjuofnum).
  • Nemendur í 5.-7. bekk mega meðhöndla heitt vatn úr hitakönnu, en þeim er bannað að hita það enn frekar í örbylgjuofni.
  • Nemendum ber að sýna ýtrasta hreinlæti og varkárni í meðferð matvöru og áhalda til þess að lágmarka líkur á slysum og bakteríumengun.

 

English
Hafðu samband