Við komu í matsal
- Kennari kemur með nemendur í röð að matsal og bíður fyrir utan þar til þeir geta farið inn í salinn.
- Kennari er með lista fyrir þá sem eru í matar- og mjólkuráskrift.
- Leggja þarf ríka áherslu á að gengið sé hljóðlega og prúðmannlega um ganga og sal.
Í matsal
- Bekkir sitja saman eftir ákveðnu skipulagi. Borðin eru merkt. Reynt er að hafa sömu borð alla daga.
- Nemendur eiga ekki að flakka á milli borða.
- Nemendur fara í röð til þess að fá mat afgreiddan, tvær raðir. Nemendur með nesti fara beint í sætin sín.
- Þeir sem nota grill eða örbylgjuofn fara í raðir þar.
- Bannað er að hlaupa um í matsalnum. Starfsmenn við gæslu þar eiga að grípa strax inní ef um ósæskilega hegðun er að ræða.
- Áhersla skal lögð á góða borðsiði, góða umgengni og almenna kurteisi í matsalnum.
- Ákveðin verkaskipting er á milli starfsmanna. Kennarar í 1. - 3. bekk eru með sínum bekk í matsal alla daga. Í öðrum árgöngum er yfirleitt einn kennari sem lítur eftir árganginum.
- Allir hjálpast þó að og láta sig varða alla nemendur.
- Nemendum í 1. – 4. bekk er ekki heimilt að meðhöndla heitt vatn í mötuneytinu.
- Nemendum í 5. – 7. bekk er ekki heimilt að hita heitt vatn í örbylgjuofni.
- Sýna þarf ýtrasta hreinlæti og varkárni í meðferð matvöru og áhalda til þess að lágmarka líkur á slysum og bakteríumengun. Þetta þarf að ræða sérstaklega við nemendur.
- Einnig að þeir eiga ekki að borða af diskum annarra eða dreifa matnum til annarra (t.d. núðlum).
Að matartíma loknum
- Nemendur ganga sjálfir frá eftir sig, bæði mataráhöldum og rusli. Umsjónarmenn í hverjum bekk sjá um lokafrágang s.s. að þurrka borðin og bæta við hreinum áhöldum fyrir næsta bekk.
- Nemendur fara úr sal með leyfi kennara/starfsmanns.
- Kennari í árgangi fylgir því eftir að nemendur fari út í frímínútur.
- Starfsfólk í sal fylgist með þeim fáu sem eftir verða og fara þeir einir að fatahengi og út í frímínútur.
Reglur í matsal
Ganga hljóðlega um, bíða róleg í röðinni, nota góða borðsiði, taka ofan höfuðföt, ganga snyrtilega frá þ.e. setja borðbúnað í grindur, rusl í ruslafötur, þurrka af borðum, sækja hrein glös og hnífapör.
Alvarleg eða endurtekin brot á þessum reglum geta orðið til þess að nemandi missi rétt sinn
til veru í matsalnum til lengri eða skemmri tíma.