Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli vinnur eftir Samskiptasáttmála Garðabæjar.  Markmið samskiptasáttmála Garðabæjar er að auka vellíðan, velferð, lífsgæði og heilsu barna.Alls staðar þar sem fólk kemur saman geta komið upp samskiptamál. Ef gripið er fljótt inn í og með samstilltu átaki heimilis, skóla og annarra ábyrgðaraðila er hægt að minnka líkur á alvarlegum afleiðingum.Velferð barna í Garðabæ. 

Ef grunur vaknar um samskiptavanda eða einelti gagnvart þínu barni eða öðrum er mikilvægt að vitneskja um það berist til skólans sem fyrst. Grun um einelti ber að tilkynna með formlegum hætti og hægt er að fylla út með því að fylla út þar til gert eyðublað. Hér er hlekkur á eyðublaðið sem er tilkynning til skóla um samskiptamál. 

Í skólunum starfa samskiptateymi sem vinna þau mál sem tilkynnt eru. Teymið kallar til sína umsjónarkennara og aðra sem geta aðstoðað við vinnslu mála. 
Í teyminu sitja eftirtaldir:
Alexía Rut Hannesdóttir, námsráðgjafi
Margrét Erla Björnsdóttir, deildarstjóri 5.-7. bekkja
Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir, deildarstjóri 1. - 4. bekkja



     

 

 

English
Hafðu samband