Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsráðgjafi skólans, Alexía Rut Hannesdóttir er með skrifstofu á annarri hæð við skrifstofu skólans. Viðtalstími er eftir samkomulagi. Hægt er að hringja og panta tíma í síma 590-8100 eða senda tölvupóst á netfangið hskoli@hofsstadaskoli.is 

 Námsráðgjafi er talsmaður og trúnaðarmaður nemenda og stendur vörð um hagsmuni þeirra. Það sem rætt er um hjá námsráðgjafa er trúnaðarmál.

Námsráðgjafinn hefur einnig samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans og vísar málum til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi leiðbeinir nemendum og öðrum starfsmönnum skólans hvað varðar nám og námsframvindu nemenda. Nemendur og/eða foreldrar geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara að hafa milligöngu um viðtal. Foreldrar eða kennarar fylla út eyðublað á skrifstofu skólans eða í gegnum tölvupóst.

Helstu verkefni námsráðgjafa í grunnskólum eru m.a. að:

  • Standa vörð um velferð allra nemenda
  • vera talsmaður nemenda
  • veita ráðgjöf og fræðslu um námstækni og próftækni
  • leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi
  • veita hópráðgjöf /fræðslu vegna námstækni, námsvals, samskiptavanda og fleira
  • veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval
  • veita nemendum einstaklingsráðgjöf
  • veita persónulegan og félagslegan stuðning við nemendur
  • aðstoða nemendur við að auka þekkingu þeirra á sjálfum sér þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi
  • undirbúa nemendur undir flutning milli skóla
  • taka á móti nýjum nemendum
  • sinna fyrirbyggjandi starfi í samstarfi við aðra starfsmenn skólans
  • sitja nemendaverndarfundi
  • vinna að bættum samskiptum innan skólans
  • taka þátt í áfallaráði

Áhugaverðar vefsíður:

Umboðsmaður barna (http://barn.is/barn/adalsida/verum_vinir/)
Upplýsingavefur um nám og störf (www.idan.is)
Heimili og skóli, landssamtök foreldra (www.heimiliogskoli.is)
Lýðheilsustöð (www.lydheilsustod.is)
Fjölskyldumiðstöð (www.barnivanda.is)
Barnaverndarstofa (www.bvs.is)
Greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins (www.greining.is)
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (www.forvarnir.is)
Sjónarhóll, vefur ráðgjafamiðstöðvar fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir (www.sjonarholl.net)
ADHD samtökin (www.adhd.is)
Félag lesblindra á Íslandi (www.fli.is)
Lesblinda og námstækni (www.lesblind.is)
Systkinasmiðjan (www.verumsaman.is)
Tourette samtökin á Íslandi (www.tourette.is)
Umsjónarfélag einhverfra (www.einhverfa.is)
Regnbogabörn-samtök gegn einelti (www.regnbogaborn.is)
Kvíðameðferðarstöðin (www.kms.is)
Upplýsingar um nám að loknum grunnskóla, umsóknir í framhaldsskóla og gömul samræmd próf (www.menntagatt.is)
Upplýsingar um samræmd próf (www.namsmat.is)
Gegn einelti (http://gegneinelti.is)

 

Áhugaverðar bækur
• Ofvirknibókin eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur. Bók fyrir kennara og foreldra.
• Töfrar 1-2-3. Eftir Thomas W.Phelan.
• Ráð handa reiðum krökkum. Reiðistjórnunarbók. Eftir dr. Jerry Wilde.
• Hvað get ég gert…….Bækur um kvíða, reiðistjórnun og neikvæðni. Eftir Dawn Huebner, þýddar af Árnýju Ingvarsdóttur og Thelmu   Gunnarsdóttur (www.hvadgeteggert.is
• Börn eru klár. Eftir Ben Furman, þýdd af Helgu Þórðardóttur.
• Lærðu að hægja á og fylgjast með. Höfundar Kathleen G. Nadeau og Ellen B. Dixon. Þýðandi Gyða Haraldsdóttir.
• Bætt hugsun, betri líðan. Handbók í hugrænni atferlismeðferð fyrir börn og unglinga. Eftir Paul Stallard.


 

 

 

 

English
Hafðu samband