Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við Hofsstaðaskóla starfar nemendaverndarráð að velferð nemenda. Það er mikilvægur vettvangur kennara sem þurfa að leita stuðnings, samvinnu og ráðgjafar vegna vanda nemenda sinna. Nemendaverndarráð fjallar um mál einstakra nemenda sem hafa verið lögð fyrir ráðið. Hlutverk þess er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur sem eiga í vanda. 

Eftirfarandi starfsmenn skólans sitja í nemendaverndarráði Hofsstaðaskóla: Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, deildarstjórar stiga, námsráðgjafi og sálfræðingur. Sálfræðingur situr fundi ráðsins tvisvar í mánuði.  Hjúkrunarfræðingur skólans og félagsráðgjafi félagsþjónustu Garðabæjar sitja einn fund í mánuði.

Allir starfsmenn skólans og forráðamenn nemenda geta vísað málum til ráðsins.
Nemendaverndarráð fundar vikulega, á mánudögum kl. 14:00-15:00

Fundir eru færðir til bókar og fundargerðir eru vistaðar í One, öruggu skjalavistunarkerfi. Farið er með persónulegar upplýsingar samkvæmt reglum um meðferð trúnaðargagna.

English
Hafðu samband