Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefnið velferð barna og ungmenna í Garðabæ er unnið í samstarfi allra grunnskóla bæjarins og nærsamfélags þeirra. Markmið þess er að samhæfa verklag og vinnubrögð allra sem vinna með börnum og unglingum í bænum þegar grunur kviknar um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun. Undir hatti velferðar verkefnisins er líka haldið utan um gagnabanka um námsefni á sviði jafnréttis, kynheilbrigðis og velferðar.

Bæklingur
Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna (pdf-skjal 552 Kb)

Veggspjald

Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna (pdf-skjal 500 Kb)

Fræðsluyfirlit

Ofbeldi, jafnrétti og kynheilbrigði (pdf-skjal, 10 Mb) 


Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um forvarnir gegn ofbeldi má nálgast í eftirfarandi rafritum:

Rafbókin: Ofbeldi gegn börnum: Í þessari handbók er fjallað um ofbeldi sem sum börn verða fyrir. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Aftast í bókinni er yfirlit yfir náms- og fræðsluefni. Bókin er gefin út að tilstuðlan Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við Námsgagnastofnun.

English
Hafðu samband