Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Meginmarkmið Aðalnámskrár eiga jafnt við um stuðningskennslu sem almenna kennslu. Í stuðningskennslu getur verið nauðsynlegt að víkja frá eða breyta einstökum námsmarkmiðum, viðfangsefnum, kennsluaðferðum og/eða námsaðstæðum. Áhersla er lögð á stuðning í íslensku og stærðfræði. Áhersla er einnig á að efla jákvæða sjálfsmynd og styrkja færni í félagslegum samskiptum.

Samkvæmt reglugerð frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er grunnskólinn fyrir öll börn og unglinga á skólaskyldualdri og skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Nemendur skulu eiga kost á að stunda nám í almennum grunnskóla í skólahverfi sínu.
Til að ná því markmiði að veita hverjum og einum nemanda kennslu við hæfi er lagt upp úr því að námsaðstæður og námsefni komi til móts við getu og áhuga nemenda. Leitast er við að ná markmiðum með nemendum með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir þeim.

English
Hafðu samband