Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Færnimiðað nám

Kennt er í færnmiðuðum hópum í ensku í 6. og 7. bekk og í 5. til 7. bekk í stærðfræði. Með færnimiðaðri kennslu teljum við okkur koma betur til móts við þarfir og færni hvers og eins nemanda.

Í Aðalnámskrá grunnskóla, Almennur hluti frá 2011 segir m.a.:
,, Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfði í grunnskólum“ (bls. 33)

Að mati kennara gefst þetta fyrirkomulag vel og teljum þeir að það gefi þeim betra tækifæri til að veita nemendum nám við hæfi hvers og eins. Nemendur fá betri þjónustu og sjálfstraust þeirra eykst.

Nemendur í öllum hópum eiga að tileinka sér sömu eða sambærileg markmið samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá Hofsstaðaskóla. En eins og kemur fram í aðalnámskrá er ljóst að einhver hluti nemenda ræður við fleiri og flóknari markmið og aðrir þurfi lengri tíma og laga þarf námið að þeim.

Námsefni: Misjafnt er eftir árgöngum hvaða námsefni hópar nota. Markmiðið er að hver og einn nemandi fái námsefni, kennslu og námsmat við hæfi. Kennarar árganga meta reglulega hvort nemendur eigi að flytjast milli hópa og er þá tekið tillit til niðurstöðu úr könnunum/prófum svo og skilningi og vinnusemi nemanda miðað við aðra í hópnum.

Námsmat: Misjafnt er eftir árgöngum og hópum hvort þeir taka sömu kannanir og próf. Stefna skólans er að kannanir og próf byggi á þeim markmiðum og kröfum sem gerðar eru til nemenda og getur vægi einstakra þátta verið misjafnt.

English
Hafðu samband