Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sund
Íþróttakennara mælast til þess að stúlkur mæti í sundbolum í skólasund og að drengir séu ekki í of stórum og síðum sundbuxum.

Íþróttafatnaður: 
Öllum nemendum í 2.-7.bekk er skylt að vera í íþróttafatnaði í íþróttatímum hvort sem um er að ræða úti eða inni íþróttir. Þegar íþróttir eru inni er ætlast til þess að nemendur mæti með íþróttaföt í sér tösku/poka og skipti um fatnað fyrir og eftir íþróttatímann. Íþróttafatnaður er t.d. stuttermabolur, stuttbuxur, síðar íþróttabuxur eða fimleikabolur.

Útikennsla:
Í ágúst, september og maí er útikennsla í íþróttum. Mikilvægt er þá að nemendur mæti í skólann með hentugan skófatnað til útihlaupa. (hjólaskór eru ekki leyfðir). Nemendur verða aðallega á skólalóðinni og í umhverfi skólans, en einnig munum við nýta okkur göngustíga í hverfinu til útihlaupa.

Sturtan:
Mælst er til að nemendur í 4.-7. bekk mæti með handklæði og fari í sturtu eftir íþróttatíma. Ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþróttatíma á að tilkynna forföllin símleiðis, í tölvupósti eða með miða frá forráðamanni.

Skór:
Mælst er til að nemendur 4. bekkjar og eldri mæti í íþróttaskóm í íþróttatíma en gæta verður að þeir striki ekki gólf og hafi ekki verið notaðir utandyra. Nemendur í 1. – 3. bekk eru berfættir eða á tátiljum.

Óskilamunir:
Alltof oft eru handklæði og allskonar fatnaður skilin eftir í búiningsklefum eftir íþróttir og sund og er góð regla að merkja fatnað / handklæði með nafni og símanúmeri viðkomandi. Gott að gera slíkt með fatatúss sem ekki þvæst úr. Itrekið við börnin að vera hirðusöm um fatnað sinn.

Vottorð:
Þeir nemendur sem af einhverri ástæðu geta ekki tekið þátt í íþróttum um lengri tíma, eru beðnir að skila vottorði sem allra fyrst.

                                        

                     
English
Hafðu samband